Um okkur
Markmið IceCom er að veita viðskiptavinum sínum heildarlausnir í tölvu- og fjarskiptakerfum .
Hvort heldur fyrirtæki vilja nota kopar eða trefjapípur í jörðu eða loftið sem burðarlag, hefur Icecom ehf. lausnina.
IceCom ehf. var stofnað í byrjun árs 1997 og hefur frá stofnun sérhæft sig í örbylgjudreifikerfum, til notkunar fyrir tölvukerfi eða til sjónvarpsdreifinga.
Þráðlaus netkerfi fyrir heimili, hótel, heilbrigðisgeirann, skólakerfið, stóriðjur, vöruhús eða verslanir, eru meðal viðfangsefna IceCom ehf. Örbylgjusambönd, koparlínur eða ljósleiðarar sem tengja við internet eða innri net saman og símakerfi fyrirtækja eða stofnana.
Örbylgjutengingar í eigu fyrirtækja eða einstaklinga geta sparað tengigjöld til annarra ef tengja þarf starfsstöðvar sem fjarlægðin aðskilur.
Ljósleiðaratengingar sem hentað geta fyrir mikla burðargetu eða DSL kerfi fyrir smærri byggðarlög, fyrirtæki og stofnanir.
Hótelkerfi, sjónvarp, net og símkerfi fyrir hótel er stór þáttur í starfsemi IceCom ehf.
IceCom hýsir miðjubúnað sjónvarpskerfa fyrir hótel og gististaði sem staðsett eru víðs vegar um landið.
Sjónvarps- eða útvarpssendar, endurvarpar fyrir örbylgjusjónvarp. Mynd og hljóðsambönd fyrir útvarp og sjónvarp. Búnaður fyrir beinar útsendingar sjónvarps, færanlegir myndlinkar, hönnun, uppsetning og viðhald.
IceCom ehf. selur einnig prentbúnað fyrir iðnaðinn frá Brady, Brady iðnaðarprentarar hafa á fáum árum orðið það sem iðnaðarmenn, þá sérstaklega rafmagnsgeirinn þekkja og þykir mikil gæðavara.
Brady er einnig mjög framarlega í öllu sem heitir öryggi fyrir iðnaðinn þá sérstaklega stóriðjur, orkuver, spennuvirki og/eða allstaðar þar sem fyllsta öryggis er krafist við framleiðslu og viðhald framleiðslukerfa.